Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að fylgjast vel með veðurspá í fyrramálið og fylgja yngri börnum í skólann, en spáð er mjög vondu veðri og Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörum fyrir höfuðborgarsvæðið.
Skólar verða opnir en lögregla bendir á að veður geti seinkað ferðum nemenda til skóla. Þá sé mikilvægt að börn yngri en 12 ára fari ekki ein í skólann, sérstaklega í efri byggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla.