Sjö athugasemdir við niðurrif sundhallar

Reykjanesbær.
Reykjanesbær.

Alls bárust sjö athugasemdir við breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi Reykja­nes­bæj­ar en frestur til athugasemda rann út á miðnætti. Athugasemdirnar snúa allar að andstöðu við niðurrif gömlu sundlaugarinnar eins og gert er ráð fyrir í skipulaginu, að sögn Gunnars Kr. Ottóssonar, skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar. 

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherraráðherra, gagnrýndi fyrirhugað niðurrif sundhallarinnar. Hún telur það „óafturkræft stórslys“ ef af því yrði í Facebook-færslu sem hún birti í gær.

Þar bendir hún jafnframt á mikilvægi þess að finna húsinu nýtt hlutverk því það hafi menningarsöuglegt gildi og vegur þar meðal annars þungt að Guðjón Samúelsson teiknaði húsið árið 1937.  

Í þessum greinargóða þætti Víkurfrétta sem nefnist Suðurnesja magasín er farið yfir sögu Sundhallarinnar sem nefnt var óskabarn kauptúnsins. 


  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert