Tveir enn á sjúkrahúsi eftir rútuslys

Þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út vegna slyssins og allar …
Þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út vegna slyssins og allar heilbrigðisstofnanir á Suðurlandi voru settar í viðbragðsstöðu. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir kín­versk­ir ferðamenn liggja enn á Land­spít­ala eft­ir rútu­slysið sem varð við Kirkju­bæj­arklaust­ur hinn 27. des­em­ber 2017. Ann­ar þeirra á gjör­gæslu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Land­spít­ala en alls voru 12 flutt­ir með þyrl­um á sjúkra­hús eft­ir að rúta með 44 farþega fór út af veg­in­um og á hliðina vest­an við Kirkju­bæj­arklaust­ur. Þetta er stærsta slys hér á landi eft­ir alda­mót í fjölda al­var­lega slasaðra talið. Einn rútuf­arþeg­anna lét lífið í slys­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert