Aðgerðarstjórn virkjuð vegna óveðurs

Útköllin hafa verið um allt höfuðborgarsvæðið og á Suðurnesjum.
Útköllin hafa verið um allt höfuðborgarsvæðið og á Suðurnesjum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vegna óveðursins sem nú gengur yfir var aðgerðarstjórn björgunarsveita, lögreglu og slökkviliðs virkjuð á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum um klukkan fjögur í dag, en veðrið mun væntanlega ná hámarki á suðvesturhorninu á næsta klukkutímanum.

Um tuttugu viðbragðshópar eru til taks á höfuðborgarsvæðinu og hafa farið í um tíu verkefni, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Þá hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum farið í nokkur verkefni.

Hann segir verkefnin hafa verið klassísk fokverkefni. „Það eru lausamunir að fjúka, plötur utan á húsum, þakplötur, þakrennur og vinnupallar,“ segir Davíð, engin tramóplín hafa verið til vandræða hingað til. Verkefnin hafa ekki verið á ákveðnum svæðum heldur um allt höfuðborgarsvæðið.

Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir verkefni björgunarsveitanna fram að þessu hafa verið …
Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir verkefni björgunarsveitanna fram að þessu hafa verið klassísk fokverkefni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Davíð vill koma því framfæri að fólk fylgist vel með upplýsingum frá Vegagerðinni og lögreglu áður en það ferðast á milli staða, sérstaklega ef það þarf að fara út fyrir bæinn. „Eins og kom fram hjá veðurfræðingum í dag þá er líklegt að það verði við frostmark á heiðunum í kringum okkar og það gætu lokast vegir. Ég ítreka því að fólk fylgist með.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka