Flugferðir falla niður vegna veðurs

Spár gera ráð fyrir vonskuveðri á höfuðborgarsvæðinu síðdegis.
Spár gera ráð fyrir vonskuveðri á höfuðborgarsvæðinu síðdegis. mbl.is/Árni Sæberg

Langflestum flugferðum innanlands hjá Flugfélagi Íslands seinni partinn í dag hefur verið aflýst. Spár gera ráð fyrir slagveðri á höfuðborgarsvæðinu síðdegis, suðaust­an 18-25 metr­um á sek­úndu og úr­helli.

Veðrið verður verst frá 16.30 til 19:30 og gild­ir app­el­sínu­gul viðvör­un sem þýðir að sam­göng­ur geta rask­ast og hætt við foki á lausa­mun­um.

Á vef Keflavíkurflugvallar kemur fram að gert sé ráð fyrir einhverjum röskunum á flugi í dag vegna veðurs. Farþegar eru beðnir að fylgjast með uppfærslum á flugtímum á síðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka