Veður hefur versnað á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna suðaustan storms fyrir höfuðborgarsvæðið í dag milli 16.30 og 19.30. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa virkjað svokallaða tilkynningu 3 vegna veðurs.
Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Þetta á við börn yngri en 12 ára.
Nánari upplýsingar eru shs.is og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.