Hýsa hestakerrur vegna óveðurs

Fjölmargar hestakerrur í komnar inn í Samskipahöllina í Spretti.
Fjölmargar hestakerrur í komnar inn í Samskipahöllina í Spretti. Ljósmynd/Hestamannafélagið Sprettur

Hátt í 40 hestakerrur eru komnar í Samskipahöllina vegna óveðurs. „Fólk er enn að koma með kerrur og verður eflaust eitthvað áfram,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Spretts. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem gripið er til þessara ráðstafana vegna veðurs. 

„Glærasvell er á stæðinu sem kerrurnar standa á. Það þarf ekki mikið svo þær fari á fleygiferð í svona veðri,“ segir Magnús og tekur fram að það sé mikill munur að vera með hús sem hægt er að nýta í þetta þegar svona viðrar.  

Önnur hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu bjóða einnig eigendum hestakerra að hýsa þær á meðan versta veðrið gengur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka