Búið er að stofna söfnunarreikning fyrir fimm manna fjölskyldu sem missti allt sitt þegar heimili hennar í Mosfellsbæ brann til grunna aðfaranótt þriðjudags.
Áður hafði verið hrundið af stað söfnun fyrir nauðsynjahlutum fyrir fjölskylduna, en það er Nanna Vilhelmsdóttir, nágranni þeirra í Mosfellsbæ, sem hefur haldið utan um hana. Söfnunin hófst í gærdag og í gærkvöldi höfðu strax safnast helstu nauðsynjar, líkt og fatnaður, skór og leikföng. Þá höfðu þeim einnig borist gjafakort fyrir kaupum á matvöru.
Safnað verður stærri hlutum, líkt og húsgögnum, þegar fjölskyldan hefur komið sér fyrir í tímbundnu húsnæði, en þau hafa gist á gistiheimili á vegum Rauða krossins eftir brunann.
Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið fjárhagslega geta lagt inn á eftirfarandi reikning:
Reikningur: 0528-14-405694
Kennitala: 300977-2948 (reikningseigandi er Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, vinkona fjölskyldunnar).