Vilja hefja samtal við vinnumarkaðinn á nýjum grunni

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

„Upplegg okkar í ríkisstjórninni er að við erum að hefja nýtt samtal við aðila vinnumarkaðarins. Gerð var atrenna að því að ná rammasamkomulagi sem skrifað var undir 2013. Ekki voru allir aðilar að því samkomulagi og við viljum því byrja núna á nýjum grunni.“

Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogganum í dag. Hún segir stjórnvöld hafa átt óformlega fundi um þær hindranir sem kunna að vera í vegi fyrir því að setja upp fastmótaða umgjörð um samtal stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins.

Ber þá að líta á Salek-samkomulagið sem misheppnaða tilraun? „Auðvitað byggjum við á þeirri reynslu og miklu vinnu sem fór fram af hálfu aðila vinnumarkaðarins sjálfs, meðal annars í að gera samanburð við önnur norræn lönd,“ segir Katrín. „En ég met stöðuna líka þannig, að við þurfum að byrja á ákveðnum núllpunkti.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert