Vilji til að semja um rekstur sjúkrabíla

Sjúkra­bíl­arn­ir eru í eigu Sjúkra­bíla­sjóðs Rauða kross­ins sem jafn­framt sér …
Sjúkra­bíl­arn­ir eru í eigu Sjúkra­bíla­sjóðs Rauða kross­ins sem jafn­framt sér um rekst­ur þeirra. mbl.is/Hjörtur

„Við vorum afar ánægð með fundinn. Við fórum yfir stöðuna og það er greinilegur vilji til að ganga fljótt og hreint til verks í að leysa þetta,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, fram­kvæmda­stjóri Rauða kross­ins, um fund Rauða krossins og heilbrigðisráðherra um rekstur sjúkrabíla sem var síðastliðinn miðvikudag.  

Árið 2015 rann út samn­ing­ur rík­is­ins og Rauða kross­ins um end­ur­nýj­un og rekst­ur sjúkra­bíla og hafa þeir verið lausir upp frá því. Sjúkra­bíl­arn­ir eru í eigu Sjúkra­bíla­sjóðs Rauða kross­ins sem jafn­framt sér um rekst­ur þeirra. Haustið 2016 þegar samn­ing­ur var nán­ast í höfn kom óvænt út­spil frá ráðuneyt­inu um að bíl­arn­ir skyldu vera í eigu rík­is­ins án frekari útfærslna á því hvernig það yrði útfært.

Þetta ár var Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigðisráðherra en hann gegndi embætt­inu á ár­un­um 2013 til 2017. Eftir það tók Óttarr Proppé við embættinu í skamman tíma. 

Kristín segir ánægjulegt að hafa átt fund með heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, sem sýnir að málið er í vinnslu. Hún er jafnframt vongóð um að samningar náist fljótlega.

Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastóri RKÍ.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastóri RKÍ.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert