Tengjast ekki rannsókn lögreglu

mbl.is/Eggert

Hvorki Skáksamband Íslands né Taflfélag Reykjavíkur tengjast með neinum hætti rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér í dag vegna frétta fjölmiðla af rannsókn lögreglu og tollyfirvalda á málinu, en tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Þá áréttar lögregla enn fremur að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert