Engin hætta á ferðum

Jarðvegsgerlarnir mældust í neysluvatni í kjölfar mikils vatnsveðurs síðustu daga. …
Jarðvegsgerlarnir mældust í neysluvatni í kjölfar mikils vatnsveðurs síðustu daga. Ekki er um hættulega mengun að ræða að sögn framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar. mbl.is/Hanna

„Þetta er frek­ar lít­il meng­un, en yfir mörk­um sam­kvæmt ís­lensku neyslu­vatns­reglu­gerðinni, og okk­ur þótti rétt að láta al­menn­ing vita, eins og rétt er,“ seg­ir Árný Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur­borg­ar, í sam­tali við mbl.is.

Fjölg­un jarðvegs­gerla hef­ur mælst í kalda vatn­inu í Reykja­vík, en tvö sýni sem Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur tók 12. janú­ar stóðust ekki viðmið í reglu­gerð.

Frétt mbl.is: Jarðvegs­gerl­ar í kalda vatn­inu í Reykja­vík

Tvenns kon­ar mæl­ing­ar hafa farið fram síðustu daga. Í til­kynn­ingu frá Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur kem­ur fram að 11. janú­ar hafi 1 E-coli / 100 ml mælst í neyslu­vatns­sýn­um úr bor­hol­um í rekstri á vatns­vernd­ar­svæðinu í Heiðmörk. „E. coli er bakt­ería sem ekki á að finn­ast í vatn­inu. Þetta frá­vik í neyslu­vatn­inu varð vegna mik­ils vatns­veðurs þann 9. janú­ar sl.,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Árný seg­ir að vatn úr þeirri bor­holu hafi aldrei borist í dreifi­kerfið. Því hafi aldrei verið um E-coli-meng­un að ræða.  

Of­an­vatn komst í bor­hol­ur vegna mik­ils vatns­veðurs

Í sýn­um sem tek­in voru í kjöl­far mik­ils vatns­veðurs 11. og 14. janú­ar hef­ur hins veg­ar komið í ljós að of­an­vatn hef­ur kom­ist í bor­hol­ur og finn­ast jarðvegs­bakt­erí­ur í vatn­inu úr nokkr­um bor­hol­um. Jarðvegs­gerl­ar eru gerl­ar sem finn­ast meðal ann­ars í mold og sandi. „Þetta get­ur verið gróður eða mold sem ligg­ur ofan á klak­an­um,“ seg­ir Árný.

Víða er­lend­is telst magnið sem mælst hef­ur í dreifi­kerf­inu hér á landi ekki til til­kynn­inga­skyldr­ar meng­un­ar, að sögn Árnýj­ar. „En við erum vön hreinu vatni og þetta er okk­ar reglu­verk og þess vegna gáf­um við út til­kynn­ing­una.“

Áfram verður fylgst vel með bor­hol­un­um og mun Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur­borg­ar vinna náið með sótt­varn­ar­lækni og Mat­væla­stofn­un við eft­ir­litið. „En það er eng­in hætta á ferðum,“ seg­ir Árný.  

Viðkvæm­ir sjóði neyslu­vatn í varúðarskyni

Í varúðarskyni mæl­ir Heil­brigðis­eft­ir­litið samt sem áður með því að neyslu­vatn í viss­um hverf­um borg­ar­inn­ar sé soðið ef um neyt­end­ur er að ræða sem eru viðkvæm­ir. Með viðkvæm­um er átt við þá sem eru til dæm­is með lé­legt ónæm­is­kerfi, ung­börn, aldraða eða fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. 

Hverf­in sem meng­un­in nær til eru öll hverfi borg­ar­inn­ar nema Graf­ar­vog­ur, Norðlinga­holt, Úlfarsár­dal­ur og Kjal­ar­nes auk Mos­fells­bæj­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert