„Hver ber ábyrgð á þessu?“

Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri.
Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Reyk­vík­ing­ar eiga heimt­ingu á að fá grein­argóðar skýr­ing­ar á því hvernig þetta gat gerst? Hver ber ábyrgð á þessu?“ seg­ir Eyþór Arn­alds fram­kvæmda­stjóri á Face­book-síðu sinni í kvöld en hann sæk­ist eft­ir því að leiða lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í vor.

Frétt mbl.is: Jarðvegs­gerl­ar í kalda vatn­inu í Reykja­vík

Til­efnið eru frétt­ir af því að heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur mæl­ist til þess að neyslu­vatn sé soðið í flest­um hverf­um Reykja­vík­ur vegna sýk­ing­ar af jarðvegs­gerl­um. Eyþór nefn­ir að auk þess hafi komið fram að búið sé að taka svo marg­ar hol­ur úr rekstri að kerfið anni ekki meira álagi.

„Neyslu­vatn Reykja­vík­ur hef­ur lengi verið stolt okk­ar,“ seg­ir Eyþór og enn­frem­ur: „Það er sem sagt bæði mengað neyslu­vatn og mögu­leg­ur vatns­skort­ur. Orku­veita Reykja­vík­ur hef­ur unnið sam­kvæmt "Plani" um aðhald. Vera kann að skort­ur á fyr­ir­byggj­andi viðhaldi kosti sitt á end­an­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert