Konur í prestastétt hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna #metoo byltingarinnar og segja að þær hafi, líkt og aðrar konur, búið við kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun. Skora þær á biskup Íslands, kirkjuráð, kirkjuþing, presta og sóknarnefndir að beita sér fyrir siðbót hvað varðar vinnuumhverfi kvenna, prestvígðra og annarra í kirkjunni.
Undir áskorunina skrifa 64 konur sem eru prestvígðar, en henni fylgja einnig sögur kvenna í stéttinni þar sem áreitni og mismunun er lýst.
Yfirlýsinguna í heild má lesa hér að neðan.
„Konur í prestastétt búa, líkt og aðrar konur, við kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á vinnustöðum sínum. Gerendur eru yfirmenn, samstarfsfólk, sjálfboðaliðar og þau sem nýta sér þjónustu kirkjunnar.
Allar konur eiga rétt á að starfa í öruggu umhverfi, vera lausar við kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun af öllu tagi í sínum störfum. Frásagnir prestvígðra kvenna sem starfa í þjóðkirkjunni sýna svart á hvítu að breytinga er þörf.
Þjóðkirkjan hefur líkt og mörg önnur félagasamtök og stofnanir markað stefnu og búið til úrræði í þessum málum en sögur kvenna í kirkjunni sýna að mikið verk er óunnið þar sem annars staðar í samfélaginu.
Við undirritaðar skorum á biskup Íslands, kirkjuráð, kirkjuþing, presta og sóknarnefndir að beita sér fyrir siðbót hvað varðar vinnuumhverfi kvenna, prestvígðra og annarra, í kirkjunni.
Undir þessa yfirlýsingu skrifa konur í prestastétt. Ekki er víst að náðst hafi í allar prestvígðar konur við gerð þessarar áskorunar.
Jóhanna Gísladóttir
Sigríður Munda Jónsdóttir
Þuríður Björg Wiium Árnadóttir
Bára Friðriksdóttir
Halla Rut Stefánsdóttir
Arna Ýrr Sigurðardóttir
Guðbjörg Arnardóttir
Erla Björk Jónsdóttir
Ninna Sif Svavarsdóttir
Guðrún Karls Helgudóttir
Ólöf Margrét Snorradóttir
Ragnheiður Karítas Pétursdóttir
Jóna Hrönn Bolladóttir
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Íris Kristjánsdóttir
María Rut Baldursdóttir
Sigríður Gunnarsdóttir
Kristín Þórunn Tómasdóttir
Hildur Inga Rúnarsdóttir
Ása Laufey Sæmundsdóttir
Elínborg Gísladóttir
Arna Grétarsdóttir
Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir
Lena Rós Matthíasdóttir
Sunna Dóra Möller
Úrsúla Árnadóttir
Stefanía Guðlaug Steinsdóttir
Lilja Kristín Þorsteinsdóttir
María Ágústsdóttir
Sigrún Óskarsdóttir
Dís Gylfadóttir
Hildur Björk Hörpudóttir
Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir
Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Bryndís Malla Elídóttir
Helga Soffía Konráðsdóttir
Jóhanna Magnúsdóttir
María G. Gunnlaugsdóttir
Sigríður Guðmarsdóttir
Auður Inga Einarsdóttir
Elín Salóme Guðmundsdóttir
Arnfríður Guðmundsdóttir
Guðný Hallgrímsdóttir
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
Svanhildur Blöndal
Elína Hrund Kristjánsdóttir
Bryndís Valbjarnardóttir
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
Sjöfn Muller Thor
Irma Sjöfn Óskarsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir
Solveig Lára Guðmundsdóttir
Jóna Lovísa Jóns- Ólafsdóttir
Eva Björk Valdimarsdóttir
Elínborg Sturludóttir
Anna Eiríksdóttir
Erla Guðmundsdóttir
Þórey Guðmundsdóttir
Karen Lind Ólafsdóttir
Sigríður Rún Tryggvadóttir
Hildur Eir Bolladóttir
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
Ásta Ingibjörg Pétursdóttir
Ása Björk Ólafsdóttir O’Hanlon
Ingileif Malmberg“