Lést í kjölfar rútuslyssins

mbl.is/Sverrir

Kín­versk­ur karl­maður, sem flutt­ur var af vett­vangi rútu­slyss í Eld­hrauni  27. des­em­ber á gjör­gæslu Land­spít­al­ans, er lát­inn. For­eldr­ar manns­ins, sem fædd­ur var 1996, höfðu verið hjá hon­um und­an­farna daga og notið aðstoðar starfs­manna kín­verska sendi­ráðsins.

Enn munu ein­hverj­ir, þeirra á meðal ökumaður rút­unn­ar, vera á al­menn­um deild­um spít­ala í kjöl­far slyss­ins, að því fram kem­ur í frétt á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar á Suður­landi.

Áður hef­ur komið fram að kín­versk kona á þrítugs­aldri lést í slys­inu.

Alls voru 44 ferðamenn í rút­unni sem valt vest­an við Kirkju­bæj­ark­laust­ur og slösuðust marg­ir illa. All­ar þrjár þyrl­ur Land­helg­is­gæslu Íslands sinntu sjúkra­flutn­ing­um af slysstað og tólf voru flutt­ir á Land­spít­al­ann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert