Mikil áhrif á umhverfið

Frá eldgosinu í Holuhrauni.
Frá eldgosinu í Holuhrauni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Áhrif eld­goss­ins í Holu­hrauni haustið 2014 á eðlis- og efna­fræðilega eig­in­leika um­hverf­is­ins voru mik­il og meiri en talið hef­ur verið. Þetta seg­ir í kynn­ingu á nýju riti vís­inda­manna sem ber yf­ir­skrift­ina Áhrif Holu­hrauns­goss­ins á um­hverfi og heilsu.

Þar fjalla sér­fræðing­ar á ólík­um fagsviðum um mögu­legt um­hverf­isálag vegna eld­gosa og gera grein fyr­ir helstu niður­stöðum rann­sókna þar sem reynt var að meta áhrif eld­goss­ins í Holu­hrauni á um­hverfi og heilsu.

Vís­inda­menn segja að gas frá gos­inu í Holu­hrauni hafi haft mæl­an­leg áhrif á um­hverfi þótt gosið hefði verið inni á reg­in­fjöll­um að vetri til og fjarri manna­bú­stöðum, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert