Davíð Oddsson sjötugur

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins.
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins. mbl.is/Golli

Davíð Oddsson ritstjóri verður sjötugur á morgun, miðvikudaginn 17. janúar. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, mbl.is og K100, mun af því tilefni halda afmælishóf honum til heiðurs í húsakynnum félagsins í Hádegismóum.

Davíð á langan og farsælan feril á opinberum vettvangi. Hann settist ungur í borgarstjórn og tók við embætti borgarstjóra árið 1982 og gegndi því til ársins 1991 þegar hann settist á þing og tók við embætti forsætisráðherra. Davíð lét af embætti forsætisráðherra árið 2004 og tók þá við embætti utanríkisráðherra sem hann gegndi í rúmt ár þar til hann tók við embætti seðlabankastjóra.

Davíð var seðlabankastjóri þar til snemma árs 2009 en þá um haustið tók hann við starfi ritstjóra Morgunblaðsins og mbl.is.

Eins og áður segir heldur Árvakur hóf í tilefni sjötugsafmælisins til heiðurs Davíð og eru allir vinir og velunnarar boðnir velkomnir í húsakynni Árvakurs, Hádegismóum, á morgun á milli kl. 16 og 18.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert