Körfuboltapabbi á Króknum

Körfuboltafeðgarnir Kári Marísson (t.h.) og Axel, sonur hans, með bikarinn …
Körfuboltafeðgarnir Kári Marísson (t.h.) og Axel, sonur hans, með bikarinn sem Tindastóll vann um síðustu helgi með stórsigri á KR. mbl.is/Björn Björnsson

Tinda­stóll frá Sauðár­króki vann bik­ar­inn í meist­ara­flokki karla í körfu­bolta á laug­ar­dag­inn var. Þetta var í fyrsta sinn sem Tinda­stóll vann svo stór­an titil í meist­ara­flokkn­um. Kári Marís­son körfu­boltamaður á að öðrum ólöstuðum stór­an hlut í vel­gengni Tinda­stóls.

„Ég er bara hluti af heild­inni, þjálfa nú í yngri flokk­um og styð við bakið á öllu og öll­um,“ sagði Kári. Hann sagði marga hafa lagt sitt af mörk­um og auk sig­urliðsins hefði stjórn Tinda­stóls staðið sig frá­bær­lega við fjár­öfl­un og stjórn fé­lags­ins.

„Ég er bú­inn að vera viðloðandi körfu­bolta í Skagaf­irði síðan vorið 1978. Þá byrjaði ég að þjálfa hér og hef verið við þetta síðan,“ sagði Kári. Hann flutti í Skaga­fjörð til að vera bóndi og ræktaði holdanaut og var með eggja­bú í Sól­heim­um í Blöndu­hlíð í 17 ár. Um leið var hann kenn­ari og skóla­stjóri í grunn­skól­an­um í Héðinsminni. Kári er nú hús­vörður í Árskóla á Sauðár­króki.

Tinda­stóll komst í efstu deild 1988 og þá tók Val­ur Ingi­mund­ar­son við sem þjálf­ari og Kári varð aðstoðarþjálf­ari. Hann þjálfaði líka meist­ara­flokk kvenna og yngri flokka Tinda­stóls. Af liðsmönn­um sig­urliðsins þjálfaði Kári þá Pét­ur Rún­ar Birg­is­son, Hann­es Inga Más­son, Finn­boga Bjarna­son og fleiri í yngri flokk­um. Þeir urðu bikar­meist­ar­ar í 9. flokki árið 2011 und­ir stjórn Kára.

Axel, son­ur Kára, er einnig í sig­urliðinu. Hann er ný­lega flutt­ur heim frá Dan­mörku þar sem hann lærði dýra­lækn­ing­ar og lék körfu­bolta. Hann lék einnig með KR. Krist­ín Björk, upp­eld­is­dótt­ir Kára, lék körfu­bolta með KR og varð Íslands­meist­ari þris­var. María, dótt­ir Kára, lék einnig með KR og Hauk­um. Kári á nú tvö ung börn, fjög­urra ára og 18 mánaða. „Þessi fjög­urra ára gekk inn með Axel í Höll­ina á laug­ar­dag, ég vona að það hafi kveikt eitt­hvað í henni,“ sagði Kári og hló.

Á fé­lags­svæði Tinda­stóls búa um 4.000 manns. Kári sagði starfið hafa fengið mikla at­hygli og góða um­fjöll­un í gegn­um árin. Það hjálpaði til við að afla nýliða.

„Fólkið vill þetta og krakk­arn­ir hafa viljað koma og æfa. Mér finnst þó aðeins vera orðin breyt­ing, tölvurn­ar taka orðið meiri tíma en áður,“ sagði Kári.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert