Landspítalinn getur hætt að sjóða neysluvatn fyrir sjúklinga sína og starfsfólk. Þetta kom fram á fundi stjórnskipaðrar samstarfsnefndar um sóttvarnir sem var haldinn í morgun.
„Niðurstaðan er sú að vatnið er vel drykkjarhæft og við á Landspítalanum getum hætt að sjóða vatn fyrir sjúklingana okkar,“ segir Ólafur Guðlaugsson, yfirmaður sýkingavarnardeildar Landspítalans.
Hann er að vonum ánægður með niðurstöðuna enda hangi margt á því að drykkjarvatnið sé í lagi.
„Það verður áframhaldandi eftirlit. Við þurfum að fylgjast með þessu máli.“