Ölgerðin stöðvar framleiðslu

Ölgerð Egils Skallagrímssonar.
Ölgerð Egils Skallagrímssonar. mbl.is/Árni Sæberg

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur stöðvað framleiðslu á drykkjarvörum sínum og mun ekki dreifa vörum sem hafa verið framleiddar síðustu daga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Ákvörðunin var tekin vegna jarðvegsgerla sem hafa fundist í neysluvatni í Reykjavík.

„Gæðaeftirlit Ölgerðarinnar fylgir ströngum reglum og meðan ekki hafa fengist frekari upplýsingar frá Veitum um gæði vatnsins, verður framleiðsla ekki í gangi,“ segir í tilkynningunni.

Coca Cola á Íslandi hefur einnig stöðvað framleiðslu á sínum drykkjarvörum en búist er við að framleiðsla þar hefjist að nýju í dag eða á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka