Á vef Veitna eru birtar spurningar og svör um neysluvatnið og mengun af völdum jarðvegsgerla. Það er því m.a. svarað hvort jarðvegsgerlar eru hættulegir.
Ekki í litlu magni. Nota má vatnið eins og vanalega. Heilbrigðiseftirlitið hefur í varúðarskyni gefið út að viðkvæmt/veikt fólk, ungbörn og aldraðir ættu að drekka soðið vatn.
Jarðvegsgerlar er heiti yfir fjölmarga gerla (bakteríur) sem finnast í umhverfi okkar og eru nauðsynlegir fyrir lífríkið og yfirleitt alveg skaðlausir.
Í síðustu viku fundust E.coli gerlar í þremur sýnum, einn í hverju. Þær holur voru teknar strax úr rekstri. Í staðfestum niðurstöðum nýjustu sýna fundust 2 gerlar í sýni úr holu sem ekki er verið að nota.
Já, suða drepur jarðvegsgerlana.
Gerlarnir berast með úrkomu af yfirborði ofan í grunnvatn og þaðan í borholurnar. Hláka eykur líkur á að slíkt gerist. Borholur sem safna grunnvatni af litlu dýpi eru viðkvæmari fyrir þessu.
Það hafa verið sérstakar veðuraðstæður undanfarið. Mikil hláka í kjölfarið á löngum frostakafla. Við slíkar aðstæður kemst yfirborðsvatn auðveldar ofan í grunnvatnið sem við erum svo að dæla úr borholunum.
Við teljum líklegt að þar sem hlákan er búin og komið frost þá séum við að sjá fyrir endann á þessu. Við reynum að staðfesta það með niðurstöðum úr sýnatökum á næstu dögum.
Viðbragðsáætlun vegna hláku er í gildi allan veturinn (borholur í Gvendarbrunnum eru t.d. viðkvæmar fyrir auknu gerlamagni vegna hláku og því ekki í notkun frá október fram til loka mars, samkvæmt áætluninni). Við tökum líka holur úr rekstri í hláku sem eru viðkvæmar fyrir ofanvatninu sem ber gerlana.
Viðbragðsáætlunin verður yfirfarin. Sýnatökum verður fjölgað og fyrirbyggjandi aðgerðir skoðaðar.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tekur sýni úr dreifikerfinu tvisvar í viku. Veitur taka taka að auki sýni í hlákutíð í öllum borholum sem eru í notkun. Það var við slíkt eftirlit sem þessi frávik komu í ljós. Sýnataka hefur verið aukin mjög í ljósi þessara tíðinda.
Árið 2011 komu síðast staðfestar niðurstöður um frávik í gerlamagni í borholu í Heiðmörk. Af og til gerist það að sýnataka misheppnast þannig að hún sýni aukið gerlamagn sem frekari sýnataka hefur ekki staðfest.
Vatn frá vatnstökusvæðum Veitna í Heiðmörk fer til íbúa og fyrirtækja í Reykjavík, Seltjarnarnesi og í Mosfellsbæ.
Aukinn fjöldi gerla fannst í vatni sem fer til eftirfarandi svæða á höfuðborgarsvæðinu: Öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarnes sem og Seltjarnarnes.