Þarf að lækka blóðþrýsting þjóðarinnar

Hreyfing hefur áhrif á blóðþrýstinginn.
Hreyfing hefur áhrif á blóðþrýstinginn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

40% af öll­um í heim­in­um eru með of háan blóðþrýst­ing og talið er að þetta sé ein helsta heilsu­vá í dag, sam­kvæmt töl­um Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­inni. Sam­kvæmt nýj­um klín­ísk­um leiðbein­ing­um er mik­il­vægt að halda blóðþrýst­ingi mun lægri en áður var talið. Lækn­ar og heil­brigðis­starfs­fólk þarf að rann­saka frek­ar mögu­leg­ar or­sak­ir fyr­ir of háum blóðþrýst­ingi þar sem mögu­legt er að finna lækn­an­leg­ar or­sak­ir fyr­ir háum blóðþrýst­ingi. Þetta kom fram í mál­stof­unni; Frum­komið aldósterón­heil­kenni – lækn­an­leg or­sök háþrýst­ings á Lækna­dög­um í Hörpu í dag.

Sam­kvæmt nýj­um viðmiðum um blóðþrýst­ing á hann að vera 120 mmHg í efri mörk­um og und­ir 80 í neðri. „Það skipt­ir miklu máli að finna lækn­an­leg­ar or­sak­ir háþrýst­ings eins og frum­komið aldósterón­heil­kenni. Þá er hægt að koma í veg fyr­ir ýmsa fylgi­kvilla,“ seg­ir Helga Ágústa Sig­ur­jóns­dótt­ir, pró­fess­or og sér­fræðing­ur í innkirtla- og efna­skipta­sjúk­dóm­um, ein af þeim sem hélt er­indi á mál­stof­unni og skipu­lagði hana. Hár blóðþrýst­ing­ur eyk­ur meðal ann­ars lík­ur á hjarta- og æðasjúk­dóm­um.

Lækk­um ekki blóðþrýst­ing­inn nógu mikið 

Talið er að allt að 10% af þeim sem eru með of háan blóðþrýst­ing eru með þetta heil­kenni. Nú er ein­fald­ara að skima fyr­ir þessu heil­kenni. „Það er mik­il­væg­ara að meðhöndla einn ein­um of mikið með réttri lyfjameðferð ef grun­ur er um frum­komið aldósterón­heil­kenni, en ein­um of fáa,“ seg­ir Helga.

Hár blóðþrýst­ing­ur er einnig van­greind­ur. „Við erum ekki held­ur að lækka blóðþrýst­ing­inn nógu mikið þegar við finn­um hann sam­kvæmt nýj­ustu viðmiðum,“ seg­ir Helga og bend­ir á að í ljósi nýrra viðmiða um blóðþrýst­ing þurfi lækn­ar að gera bet­ur í að lækka blóðþrýst­ing sjúk­linga sinna.

Lakkrís er vinsæll í eftirréttum.
Lakk­rís er vin­sæll í eft­ir­rétt­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ein­stak­ling­ar sem eru með háþrýst­ing geta sjálf­ir verið vak­andi fyr­ir því hvort þeir séu með þetta til­tekna heil­kenni, frum­komið aldósterón­heil­kenni, og haft sam­band við lækn­inn sinn. Þetta eru til dæm­is þeir ein­stak­ling­ar sem taka mörg lyf við háum blóðþrýst­ingi, eru með erfiðan háan blóðþrýst­ing, lágt kalí­um í blóði, kæfis­vefn o.s.frv.

Lakk­rís bæl­ir ensím og eyk­ur virkni streitu­horm­óns

Lakk­rís er neyslu­vara sem hef­ur sömu virkni og aldósterón í lík­am­an­um. Það bæl­ir ákveðið ensím­kerfi í lík­am­an­um sem veld­ur því að við för­um að safna vatni, salti, tapa kalí­um frá nýr­un­um o.fl. Þegar þetta til­tekna ensím er bælt eykst virkni streitu­horm­óns­ins kortosol í lík­am­an­um. „Þeir sem eru með háan blóðþrýst­ing hækka miklu meira við að borða lakk­rís en þeir sem eru ekki með háan blóðþrýst­ing,“ seg­ir Helga en tek­ur fram að það skipt­ir máli hversu sterk­ur hann er. Hún hélt einnig há­deg­is­fyr­ir­lest­ur sem nefn­ist lakk­rís og áhrif hans á heilsu okk­ar á Lækna­dög­um í dag.

Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptajúkdómum.
Helga Ágústa Sig­ur­jóns­dótt­ir, pró­fess­or og sér­fræðing­ur í innkirtla- og efna­skiptajúk­dóm­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það er áhyggju­efni að lakk­rís er kom­inn alls staðar. Þú ferð varla út að borða án þess að fá lakk­rís í sós­una út á lamba­kjötið, lakk­rís í eft­ir­rétt­inn eða lakk­rís í bjórn­um sem er drukk­inn með matn­um. Það er alls staðar búið að koma lakk­rís fyr­ir og hann er heilsu­spill­andi,“ seg­ir Helga. Hún tek­ur fram að sömu regl­ur gilda um lakk­rísát eins og margt annað í líf­inu sem okk­ur þykir gott: Ekki á hverj­um degi og ekki í miklu magni.

Átak þjóðar­inn­ar og all­ir hugi bet­ur að heils­unni

Ýmis­legt veld­ur háþrýst­ing og geta marg­ar or­sak­ir legið á bak við hann eins og til dæm­is lífstíls­sjúk­dóm­ar. All­ir geta byrjað fyrst á sjálf­um sér og litið í eig­in barm ef blóðþrýst­ing­ur­inn er of hár eins og til dæm­is að auka hreyf­ingu og bæta mataræði því flest­ir vilja kom­ast hjá því að taka lyf ef kom­ist verður hjá því. Fólki er bent á að halda sig í kjörþyngd og hreyfa sig reglu­lega, forðast salt­an og feit­an mat og borða syk­ur í hófi. „All­ir þess­ir lífs­stílsþætt­ir skipta mestu máli í meðhöndl­un á háum blóðþrýst­ingi,“ seg­ir Helga og bæt­ir við að ef fólk fer eft­ir lífs­stíls­ráðgjöf get­ur það lækkað blóðþrýst­ing­inn og mögu­lega kom­ist hjá lyfjameðferð.

„Við þurf­um sam­stillt átak þjóðar­inn­ar, heil­brigðisþjón­ust­unn­ar og ein­stak­ling­anna í að ná mark­miðunum að ná blóðþrýst­ingn­um niður,“ seg­ir Helga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert