Höfðu nánast öll verið á Vogi

Af þeim sex ein­stak­ling­um á aldr­in­um 20-24 ára sem lét­ust árið 2016 höfðu fimm verið  á Vogi, seg­ir Þór­ar­inn Tyrf­ings­son, lækn­ir á Vogi. Magnús Ólason, lækn­ir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glím­ir við þráláta bak­verki.

Þetta er meðal þess sem kom fram á mál­stof­unni „Fimm­tíu skugg­ar ópíóíða“ hvað þurfa ís­lensk­ir lækn­ar að vita um þá? á Lækna­dög­um í Hörpu í morg­un.

Hjalti Már Björns­son, bráðalækn­ir á bráðamót­töku Land­spít­al­ans, tek­ur und­ir með Magnúsi varðandi ópíóíða og bak­verki því besta lækn­ing­in sé hreyf­ing. Hann seg­ir mikla vakn­ingu vera í að fara var­lega í notk­un slíkra lyfja sem verkj­astill­andi úrræðis í Banda­ríkj­un­um og víðar. Ekki síst vegna far­ald­urs sem er í ótíma­bær­um dauðsföll­um af völd­um lyfjafíkn­ar.

Oft er hægt að nota aðrar aðferðir en lyfjagjöf við …
Oft er hægt að nota aðrar aðferðir en lyfja­gjöf við þrá­lát­um verkj­um. Golli / Kjart­an Þor­björns­son

17% jarðarbúa neyta 92% alls morfíns í heim­in­um

Guðmund­ur Björns­son, svæf­inga- og gjör­gæslu­lækn­ir sem starfar í verkjat­eymi Land­spít­al­ans, seg­ir að á sama tíma megi held­ur ekki gleyma því að 92% morfíns er neytt af 17% jarðarbúa og því sé aðeins 8% þess morfíns sem notað er í heim­in­um eft­ir fyr­ir hin 83% mann­kyns. Víða í heim­in­um er skort­ur á ópíóíðum og jafn­vel langt leidd­ir krabba­meins­sjúk­ling­ar hafa ekki aðgang að slík­um verkjalyfj­um.

Aðeins lít­ill hluti sjúk­linga sem þjá­ist af lang­vinn­um verkj­um hef­ur gagn af langvar­andi ópíóíðameðferð. Því sé mik­il­vægt að fylgja vel eft­ir þessu sjúk­ling­um með reglu­legu end­ur­mati. Guðmund­ur seg­ir æski­legt að gera skrif­leg­an samn­ing við sjúk­ling varðandi meðferðina þar sem fram koma skyld­ur beggja, það er lækn­is og sjúk­lings, og hvað geti orðið til þess að meðferð skuli hætt.

En á sama tíma megi ekki stuðla að fælni því það get­ur valdið ónauðsyn­leg­um þján­ing­um millj­óna jarðarbúa. Um leið skaðar of frjáls­leg notk­un ópíóíða millj­ón­ir manna.

Að sögn Magnús­ar gagn­ast fjöl­fag­leg end­ur­hæf­ing, þar sem blandað er sam­an líf­fræðilegri, sál­rænni og fé­lags­legri meðferð, best við þrá­lát­um bak­verkj­um. Best sé að beita þverfag­legri nálg­un þar sem unnið er í teymi og sjúk­ling­ur­inn er hluti af teym­inu.

Hann seg­ir að þegar fólk kem­ur á Reykjalund sé það tekið af ópíóíðum og unnið með viðkom­andi sjúk­ling á þverfag­leg­um nót­um. Oft sé talað um mik­inn kostnað við meðferð á Reykjalundi en raun­in sé sú að kostnaður­inn er aðeins brot af því virði sem meðferðin skil­ar.

Kostnaður sem skil­ar sér marg­falt til baka

Kostnaður við meðferð á Reykjalundi er marg­falt minni held­ur en þeirra sem ekki fá meðferð því flest­ir kom­ast út á vinnu­markað að nýju. Skil­ar sér marg­falt til baka, seg­ir Magnús og bend­ir á rann­sókn sem sýni að þetta skili sér átt­falt til baka til sam­fé­lags­ins og það sama sem gild­ir ann­ars staðar þar sem slíkri meðferð er beitt.

Hjalti Már seg­ir að margt hafi breyst á und­an­förn­um árum í verklagi þegar kem­ur að verkj­astill­ingu. Notk­un­in á ópíóíðum hef­ur farið upp úr öllu valdi og það taki tíma frá því notk­un­in eykst og þar til dauðsföll­um fer að fjölga vegna of­neyslu slíkra lyfja.  

Meðferð á Reykjalundi hefur hjálpað mjög mörgum sem glíma við …
Meðferð á Reykjalundi hef­ur hjálpað mjög mörg­um sem glíma við þráláta verki. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Hann seg­ir að hér á landi hafi æ oft­ar þurft að nota naloxo­ne en það er neyðar­lyf sem notað er til að koma í veg fyr­ir að fólk deyi úr ofskömmt­un af morfíni og öðrum ópíóíðalyfj­um í sjúkra­bíl­um sem og við komu á bráðamót­töku. Þór­ar­inn tek­ur und­ir þetta og seg­ir að hann hafi jafn­vel þurft að gefa lyfið á bíla­stæðinu við Vog. 

Hjalti velti í er­indi sínu upp þeirri spurn­ingu hvort hægt sé að reka bráðamót­tök­ur án ópíóða. „Ef við get­um það þá ættu flest­ir að geta það í heil­brigðis­kerf­inu,“ seg­ir hann og bend­ir á að á bráðamót­tök­unni í Foss­vogi er verið að gera ým­is­legt til þess að draga úr notk­un slíkra lyfja. Svo sem með inn­leiðingu hlát­urgass, deyf­ing­um og nála­stung­um. 

Margt hefur breyst í verklagi á bráðamóttökum vegna hættu á …
Margt hef­ur breyst í verklagi á bráðamót­tök­um vegna hættu á ópíóíðafíkn. mbl.is/​Hjört­ur

Þeir Hjalti og Magnús Ólason eru sam­mála um að hætta verði að grípa alltaf til verkjalyfja til að mynda við bak­verkj­um. Að ráðleggja fólki að hreyfa sig frek­ar en að leggj­ast upp í rúm með verkjalyf. Það sé álíka gáfu­legt og að mála yfir raka­skemmd­irn­ar á hús­inu sínu – al­gjör skamm­tíma­lausn.

Síðan megi ekki gleyma því að það eru til fleiri verkjalyf en ópíóíðar. Til að mynda við verkj­um vegna nýrna­steina, seg­ir Hjalti. „Að hugsa út fyr­ir kass­ann,“ seg­ir Hjalti en hann og fleiri þátt­tak­end­ur í mál­stof­unni eru sam­mála um þá hættu á fíkn sem fylgi notk­un ópíóíða. 

Hátt hlutfall þeirra sem eru á aldrinum 20-34 ára sem …
Hátt hlut­fall þeirra sem eru á aldr­in­um 20-34 ára sem deyja á hverju ári hafa verið sjúk­ling­ar á Vogi.

Þór­ar­inn seg­ir að hátt hlut­fall þeirra sem deyja á ári hverju og eru yngri en 35 ára hafi verið sjúk­ling­ar á Vogi. Í nýj­um töl­um sem hann kynnti í mál­stof­unni kem­ur fram að af þeim 13 sem lét­ust árið 2016 á aldr­in­um 30-34 ára hafi átta verið sjúk­ling­ar á Vogi. Þetta ger­ir 61,5% en hlut­fallið í ald­urs­hópn­um 20-24 ára er 83,3%. Af þeim 15 sem lét­ust á aldr­in­um 35-39 ára voru 10 sjúk­ling­ar á Vogi eða 66,7%. 

Í sam­an­b­urði við árin 2011-2015 er aukn­ing­in gríðarleg. Það er hversu hátt hlut­fall ung­menna sem deyja hafa verið á Vogi. Í ald­urs­hópn­um 20-24 ára fer hlut­fallið úr 25,6% í 83,3% árið 2016. Þetta eru slá­andi töl­ur seg­ir Þór­ar­inn og minn­ir á að oft sé talað um hversu marg­ir deyi ár­lega í bíl­slys­um máli sínu til stuðnings.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert