Hulunni svipt af hinsegin huldukonum

Íris Ellenberger, Ásta Kristín Benediktsdóttir og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir áttu …
Íris Ellenberger, Ásta Kristín Benediktsdóttir og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir áttu frumkvæði að verkefninu Hinsegin huldukonur.

Sagnfræðingarnir Íris Ellenberger og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ásamt Ástu Kristínu Benediktsdóttur, íslensku- og bókmenntafræðingi, standa fyrir heimildasöfnunar- og miðlunarverkefninu Hinsegin huldukonur.

Er því ætlað að varpa ljósi á hinsegin kynverund kvenna á Íslandi frá 1700 til 1960. Þær stefna á að niðurstöðurnar verði öllum aðgengilegar í gagnagrunni á 40 ára afmæli Samtakanna '78 í ár.

Víðtækt safn heimilda úr öllum heimshornum sannar að samkynja ástir, erótík og óhefðbundin kyntjáning hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Engu að síður segir fátt af íslenskum lesbíum fyrr en á sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar. Um tilvist íslenskra homma fyrir þann tíma er örlítið meira vitað, enda sýnilegri en lesbíurnar í annars afar takmarkaðri sögu hinsegin fólks á Íslandi.
Sjá umfjöllun um mál þetta í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka