Hulunni svipt af hinsegin huldukonum

Íris Ellenberger, Ásta Kristín Benediktsdóttir og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir áttu …
Íris Ellenberger, Ásta Kristín Benediktsdóttir og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir áttu frumkvæði að verkefninu Hinsegin huldukonur.

Sagn­fræðing­arn­ir Íris Ell­en­ber­ger og Haf­dís Erla Haf­steins­dótt­ir ásamt Ástu Krist­ínu Bene­dikts­dótt­ur, ís­lensku- og bók­mennta­fræðingi, standa fyr­ir heim­ilda­söfn­un­ar- og miðlun­ar­verk­efn­inu Hinseg­in huldu­kon­ur.

Er því ætlað að varpa ljósi á hinseg­in kyn­verund kvenna á Íslandi frá 1700 til 1960. Þær stefna á að niður­stöðurn­ar verði öll­um aðgengi­leg­ar í gagna­grunni á 40 ára af­mæli Sam­tak­anna '78 í ár.

Víðtækt safn heim­ilda úr öll­um heims­horn­um sann­ar að sam­kynja ást­ir, eró­tík og óhefðbund­in kyntján­ing hef­ur fylgt mann­kyn­inu frá ör­ófi alda. Engu að síður seg­ir fátt af ís­lensk­um lesb­í­um fyrr en á sjö­unda og átt­unda ára­tug liðinn­ar ald­ar. Um til­vist ís­lenskra homma fyr­ir þann tíma er ör­lítið meira vitað, enda sýni­legri en lesb­í­urn­ar í ann­ars afar tak­markaðri sögu hinseg­in fólks á Íslandi.
Sjá um­fjöll­un um mál þetta í heild í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert