Þurfa að meta áhættu og viðbúnað

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Ómar

Landspítalinn hefur ekki ákveðið hvort keypt verða ný tæki eða tekið ákvörðun varðandi annan viðbúnað ef starfsfólk spítalans þarf aftur að sjóða neysluvatn vegna aukinna jarðvegsgerla.

„Það þarf að meta áhættuna af því að þetta gerist og hvaða viðbúnað eigi að vera með. Það er eitthvað sem við vorum að ræða síðast í gær,“ segir Ólafur Guðlaugsson, yfirmaður sýkingavarnardeildar Landspítalans.

Mikið álag myndaðist á Landspítalanum vegna ástandsins og voru hraðsuðukatlar nýttir til hins ýtrasta. Sjóða þurfti mikið vatn og kæla það til að hafa að tilbúið fyrir sjúklinga.

„Við reynum að læra af öllum svona uppákomum til þess að vera undirbúin fyrir framtíðina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka