Heiðagæsin Áslaug, sem var ein fimm heiðagæsa sem fengu senditæki á Vesturöræfum í júlí í sumar, er nú öll.
Gæsirnar komust allar til vetrarstöðvanna á Bretlandseyjum sl. haust og hafa þær unað hag sínum vel þar að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunnar Austurlands.
Nú í byrjun árs bárust hins vegar þær sorgarfréttir að Áslaug hefði drepist er hún varð fyrir því óláni að fljúga á raflínu í Skotlandi.
Senditækið, sem Áslaug var með um hálsinn eins og hinar gæsirnar, slapp þó við skemmdir og verður það notað á aðra gæs á Vesturöræfum næsta sumar.
Hægt er að fylgjast með gæsunum hér.