Bieber-áhrif í Fjaðrárgljúfri

Ferðamenn njóta fegurðar Fjaðrárgljúfurs í stilltu en köldu vetrarveðri. Átroðningur …
Ferðamenn njóta fegurðar Fjaðrárgljúfurs í stilltu en köldu vetrarveðri. Átroðningur ferðamanna þegar leysa tekur eykur líkur á náttúruspjöllum. Myndband Justins Biebers kom gljúfrinu laglega á kortið. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Ferðamönnum sem komu í Fjaðrárgljúfur sem er skammt vestur af Kirkjubæjarklaustri hefur fjölgað um 82 % milli áranna 2016 og 2017.

„Það er freistandi að álykta að myndband Biebers hafi haft áhrif. Það varð að minnsta kosti ákveðin stökkbreyting eftir að myndbandið birtist og ferðamönnum fer stöðugt fjölgandi á svæðinu,“ segir Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar. Hann segir svæðið vera á náttúruminjaskrá en ekki friðlýst.

Myndbandið sem um ræðir, I'll show you, hefur fengið yfir 400 milljónir áhorfa á Youtube frá nóvember 2015. ,,Svæðið komst á kortið upphaflega vegna myndbands Justins Biebers sem tekið var upp í Fjaðrárgljúfi,“ segir Hákon Ásgeirsson, verkefnisstjóri Umhverfisstofnunar á Suðurlandi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hákon að eftir að myndbandið fór á netið sé svæðið vinsælt til kvikmyndatöku. 

Heimildir Morgunblaðsins herma að hluti af Game of Thrones verði tekinn upp á svæðinu í janúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert