Hörð deila flugliða og Primera

Primera Air Boeing Max
Primera Air Boeing Max

Full­trú­ar Pri­mera Air Nordic SIA mættu ekki á sátta­fund með Flug­freyju­fé­lagi Íslands, sem rík­is­sátta­semj­ari boðaði til í gær vegna flugliða í áhöfn­um véla sem gerðar eru út frá Íslandi. Ann­ar fund­ur er boðaður í byrj­un fe­brú­ar.

„Það hef­ur aldrei gerst í sögu embætt­is­ins sem stofnað var 1980 að deiluaðili mæti ekki til boðaðs sátta­fund­ar,“ seg­ir Elísa­bet S. Ólafs­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri hjá rík­is­sátta­semj­ara.

Flug­freyju­fé­lag Íslands hef­ur fullt for­ræði yfir kjara­deil­unni en ASÍ kem­ur fram fyr­ir hönd fé­lags­ins að sögn Magnús­ar M. Norðdahl, deild­ar­stjóra lög­fræðideild­ar ASÍ. Hann seg­ir að Pri­mera Air hafi ekki mætt á fjóra boðaða sátta­fundi.

„Rík­is­sátta­semj­ari hef­ur ekk­ert laga­legt úrræði til þess að draga Pri­mera Air að samn­inga­borðinu þrátt fyr­ir að það sé laga­leg skylda fé­lags­ins að mæta. Í sum­um grann­lönd­un­um get­ur rík­is­sátta­semj­ari gefið út eins kon­ar hand­töku­skip­un,“ seg­ir Magnús og bæt­ir við að Pri­mera Air hafi frá upp­hafi talið að sér bæri eng­in skylda til þess að semja við verka­lýðsfé­lög hér á landi varðandi flugliða. Lög­heim­il­is­festi launþega eigi að ráða hvaða kjara­samn­ing­ar gilda.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert