Skjálfti upp á 3,2 stig

Síðast gaus í Öræfajökli árið 1727 en tæpum fjögur hundruð …
Síðast gaus í Öræfajökli árið 1727 en tæpum fjögur hundruð árum fyrr varð stærsta þeytigos sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti sem mæld­ist 3,2 að stærð varð í nótt klukk­an 02:14 í norðaust­an­verðum Öræfa­jökli. Eng­in merki eru um gosóróa, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands.

Rúm­lega 220 jarðskjálft­ar voru staðsett­ir með SIL-mæla­kerfi Veður­stof­unn­ar í liðinni viku, tals­vert færri en í vik­unni áður þegar rúm­lega 500 skjálft­ar mæld­ust. Stærsti skjálfti vik­unn­ar var 2,8 að stærð og mæld­ist 10. janú­ar í Bárðarbungu. Aðeins 6 skjálft­ar mæld­ust í Öræfa­jökli, all­ir und­ir 1,0 að stærð. Tveir smá­skjálft­ar mæld­ust í Heklu í vik­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert