Undirbúa opnun neyslurýma

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra hef­ur sett af stað vinnu í vel­ferðarráðuneyt­inu til að und­ir­búa opn­un neyslu­rýma fyr­ir langt leidda vímu­efna­neyt­end­ur. Neyslu­rými sem þessi eru þekkt úrræði er­lend­is og byggj­ast á hug­mynda­fræði skaðam­innk­un­ar.

Þetta kem­ur fram á vefsíðu Stjórn­ar­ráðs.

Alþingi samþykkti í maí árið 2014 álykt­un um að stefna í vímu­efna­mál­um skyldi end­ur­skoðuð „á grund­velli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á for­send­um heil­brigðis­kerf­is­ins og fé­lags­lega kerf­is­ins, til aðstoðar og vernd­ar neyt­end­um efn­anna og fé­lags­leg­um rétt­ind­um þeirra, aðstand­end­um þeirra og sam­fé­lag­inu í heild. 

Rök­in fyr­ir sér­stök­um neyslu­rým­um byggj­ast á því að þeir sem eiga við mest­an vímu­efna­vanda að etja stunda neyslu sína oft við hættu­leg­ar og heilsu­spill­andi aðstæður sem valda enn meiri skaða en ella og stuðla að veik­ind­um og jafn­vel dauða. Mark­miðið er fyrst og fremst að þeir not­end­ur fíkni­efna sem um ræðir geti neytt þeirra við eins mikið ör­yggi og kost­ur er við þess­ar aðstæður,“ kem­ur meðal ann­ars fram á vefsíðu Stjórn­ar­ráðs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert