Varð úti á Sólheimasandi

mbl.is

Banda­ríski ferðamaður­inn sem fannst látinn á Sól­heimas­andi í lok október á síðasta ári, lést úr ofkælingu. Segir lögreglan á Selfossi í samtali við mbl.is að þetta hafi verið niðurstaða krufningar.

Maðurinn fannst  24. október sama dag og leit að honum hófst, en bíll hans fannst við eftirgrennslan við flugvélaflakið á Sólheimasandi. Maðurinn kom hingað til lands 12 október og átti bókað flug úr landi næsta dag. Hann skilaði sér hins vegar ekki á áfangastað og hófu aðstandendur hans þá að reyna að hafa uppi af honum og var í kjölfarið haft sambandi við lögreglu  hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert