Björgunarsveitir á Norðurlandi hafa verið kallaðar út á þremur stöðum til að aðstoða vegfarendur í vanda. Um 20 bílar eru fastir við Víðigerði, þá sitja nokkrir bílar fastir í Víkurskarði en veginum var lokað vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn.
Björgunarsveitin á Þórshöfn var einnig kölluð út vegna nokkurra bíla sem hafa lent í vandræðum vegna veðurs.
Útköllin hafa borist á síðustu tveimur til þremur klukkustundum, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg.
Vetrarveður er á landinu, hvassvirði og skyggni lítið. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á öllu landinu fyrir utan hálendið.