Gefa eftir leyfi á Drekasvæðinu

Leyfishafar hafa lokið fyrsta hluta rannsóknaráætlunar og hafa, að mati …
Leyfishafar hafa lokið fyrsta hluta rannsóknaráætlunar og hafa, að mati Orkustofnunar, uppfyllt skilyrði þess áfanga. Øyvind Hagen

CNOOC Ice­land ehf. og Pet­oro Ice­land AS hafa gefið eft­ir sér­leyfi til rann­sókna og vinnslu á kol­vetni á Dreka­svæðinu milli Íslands og Jan Mayen. Orku­stofn­un tel­ur að þriðja fyr­ir­tækið sem fékk tólf ára sér­leyfi til rann­sókna og vinnslu, Ey­kon Energy, ráði hvorki yfir tækni­legri, jarðfræðilegri né fjár­hags­legri getu til að tak­ast eitt á við þá starf­semi sem í næsta áfanga rann­sókn­aráætl­un­ar­inn­ar felst.

Orku­stofn­un veitti CNOOC, Pet­oro og Ey­kon Energy tólf ára sér­leyfi til rann­sókna og vinnslu á Dreka­svæðinu fyr­ir fjór­um árum.

Leyf­is­haf­ar hafa lokið fyrsta hluta rann­sókn­aráætl­un­ar og hafa, að mati Orku­stofn­un­ar, upp­fyllt skil­yrði þess áfanga. Í ljósi fyr­ir­liggj­andi gagna um jarðfræði svæðis­ins og annarra þátta, sem varða m.a. rann­sókn­ar­kostnað að teknu til­liti til áhættu, hafa CNOOC Ice­land ehf. og Pet­oro Ice­land AS, í sam­ræmi við skil­mála leyf­is­ins, ákveðið að gefa leyfið eft­ir.

Ey­kon hef­ur ekki gefið eft­ir sinn hlut en Orku­stofn­un tel­ur að með eft­ir­gjöf CNOOC og Pet­oro á leyf­inu séu brostn­ar for­send­ur fyr­ir áfram­hald­andi gildi þess og hef­ur Ey­kon verið kynnt matið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert