Skattkerfið verði endurhugsað

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í leiðtogaum­ræðum á Alþingi að standa þyrfti enn bet­ur að þró­un­araðstoð en nú væri gert og virða skyldi samþykkta þings­álykt­un­ar­til­lögu um hana frá ár­inu 2011.

Hann sagði mik­il­vægt að axla rík­ari ábyrgð í mál­efn­um flótta­manna, auk þess sem ganga ætti á und­an með góðu for­dæmi í lofts­lags- og jafn­rétt­is­mál­um.

„Mann­kynið stend­ur frammi fyr­ir gríðarlegri tækni­bylt­ingu sem mun gjör­breyta þjóðfé­lag­inu. Inn­an fárra ára­tuga verður þátt­taka manns­ins í sam­fé­lag­inu með allt öðrum hætti en við höf­um þekkt hingað til.

Með nýrri tækni skap­ast mik­il tæki­færi til að kom­ast á rétt­an kjöl. Fram­leiðni get­ur auk­ist gríðarlega, einnig mögu­leik­ar á vist­vænni fram­leiðslu, sem nauðsyn­leg viðbrögð við lofts­lag­sógn­inni, en síðast en ekki síst get­ur hún nýst til að jafna stöðu milli rík­ari og fá­tæk­ari hluta heims­ins,“ sagði Logi.

„Þess­um breyt­ing­um fylgja þó líka ógn­ir, ef ekki er rétt haldið á spil­un­um. Ekki þarf mikið hug­mynda­flug til að sjá þá mögu­leika sem þessi tækni skap­ar í gerð nýrra vopna. Valdið og auður­inn get­ur færst á enn færri hend­ur, ójöfnuður auk­ist enn frek­ar og ýtt und­ir ófrið. 

Því fagna ég boðaðri þver­póli­tískri vinnu um þessi mál, í sam­ræmi við fram­lagða þings­álykt­un Sam­fylk­ing­ar­inn­ar frá tveim­ur síðustu þing­um og hug­mynd­um fleiri þing­flokka.  Þar þarf ekki síst að end­ur­hugsa skatt­kerfið og tryggja að ágóðinn af tækni­væðing­unni verði ekki all­ur eft­ir hjá fyr­ir­tækj­un­um.“

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

6.000 börn sem búa við skort

Logi sagði áhersl­ur nýrr­ar rík­is­stjórn­ar, þegar kæmi að þeim sem hafa lök­ustu kjör­in, vera mik­il von­brigði í ljósi þess að Ísland væri ríkt land og á ein­stöku hag­vaxta­skeiði. 

Hann sagðist harma að skatt­kerfið og önn­ur tekju­jöfn­un­ar­tæki væru ekki nýtt til að bæta stöðu viðkvæm­ustu hóp­anna, meðal ann­ars aldraðra, ör­yrkja, ungs fólks og tekju­lágra.

Nefndi hann að gefn­ir skatt­ar hefðu verið lækkaðir um 21 millj­arð frá fjár­laga­frum­varpi síðustu rík­is­stjórn­ar sem hefði mátt nýta í bar­átt­una gegn fá­tækt og skorti. 

„Herra for­seti, til þess að hafa raun­veru­leg tæki­færi til þess að dafna, þroska og nýta hæfi­leika sína þarf fólk að búa við viðun­andi kjör.

Það geta ekki þau 6.000 börn sem búa við skort, ungt fólk sem hrekst um á ótrygg­um, gróða vædd­um leigu­markaði eða öldruð hjón sem njóta ein­göngu tekna frá al­manna­trygg­ing­um. Þau fá hvort um sig tæp­lega 250.000 kr. á mánuði eft­ir skatt. Held­ur ekki aldraður ein­stak­ling­ur sem fær 243.000 krón­ur eða ör­yrki sem nær ekki einu sinni þeirri upp­hæð. 

Þetta fólk get­ur ekki nýtt sér það fjöl­marga sem Ísland hef­ur upp á að bjóða og telst nú til sjálf­sagðra mann­rétt­inda í dag. Þó það hafi kannski naum­lega til hnífs og skeiðar, býr það við fé­lags­lega fá­tækt og vax­andi hóp­ur þarf t.d. að neita sér um að leita til lækn­is,“ sagði Logi.

Þétt­ing byggðar og borg­ar­lína mik­il­væg

Hann sagði þétt­ingu byggðar og borg­ar­línu höfuðborg­ar­svæðis­ins leika gríðarlega stórt hlut­verk í lofts­lags­mál­um.  „Í ljósi mál­flutn­ings fjög­urra af fimm fram­bjóðend­um, í leiðtoga­próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, skipt­ir máli að heyra í þing­mönn­um flokks­ins, um stefnu hans og rík­is­stjórn­ar­inn­ar, varðandi þessa þætti.“

Minnt­ist á dóms­málaráðherra

Formaður­inn bætti við að traust væri lyk­ilþátt­ur í því að Alþingi og stjórn­völd gætu risið und­ir skyld­um sín­um.

„En ef ein­hver held­ur að traust auk­ist með dóms­málaráðherra, sem hef­ur verið dæmd í Hæsta­rétti, fyr­ir af­skipti sín að dómsvald­inu eða flokki sem hef­ur ekki náð að klára þrjú síðustu kjör­tíma­bil sín í rík­is­stjórn, fer hinn sami vill­ur veg­ar.

Rík­is­stjórn­in hef­ur nú lifað sína stuttu hveiti­brauðsdaga. Sam­fylk­ing­in er fús til sam­starfs en þá verða rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir að koma af fullri al­vöru með okk­ar í að lengja fæðing­ar­or­lof, lækka greiðsluþátt­töku sjúk­linga, byggja mun fleiri leigu­íbúðir og gera bet­ur í bar­átt­unni gegn ójöfnuði og fá­tækt."

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Óli Björn Kára­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Tók­ust á um veiðigjöld 

Að ræðunni lok­inni tók­ust Óli Björn Kára­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Logi á um veiðigjöld og sagði sá síðar­nefndi eðli­legt að bjóða út eitt­hvað af kvót­an­um. Kallaði hann Óla Björn full­trúa frjáls­hyggj­unn­ar.

„Ég skal full­yrða að það muni fyrst og fremst koma niður á byggðum, meðal ann­ars í kjör­dæmi hátt­virts þing­manns, ef hans hug­mynda­fræði og stefna þegar kem­ur að veiðigjöld­um nær fram að ganga,“ sagði Óli Björn.

Bætti hann við að hug­mynda­fræði Loga bygg­ist á því að ríkið ætti í raun­inni allt sem ein­stak­ling­ur­inn og fyr­ir­tæk­in öfluðu. „Þeirri hug­mynda­fræði er ég að berj­ast gegn. Ef það telst frjáls­hyggja er ég frjáls­hyggjumaður.“

Svaraði Logi því þannig að veiðigjöld væru ekki skatt­ur, held­ur gjald fyr­ir af­not af tak­markaðri auðlind.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert