Breikkun tekur 5-7 ár

Vesturlandsvegur.
Vesturlandsvegur. mbl.is/Styrmir Kári

Vegagerðin áætlar að það taki fimm til sjö ár að breikka Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Talsverð vinna er eftir við undirbúning og fjármagn hefur ekki verið tryggt á fjárlögum. Gróf kostnaðaráætlun fyrir breikkun hringvegar á Kjalarnesi á 10 km kafla frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum er áætluð í kringum 2.600 milljónir króna.

Vinna er í gangi við gerð deiliskipulags fyrir svæðið og er gert ráð fyrir að deiliskipulagstillaga verði auglýst í febrúar.

Mikill þrýstingur hefur verið á stjórnvöld að grípa til aðgerða á Vesturlandsveginum. Sveitarstjórnir hafa ályktað sem og Fésbókarhópurinn Til öryggis á Kjalarnesi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert