Grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gagnvart ungum dreng

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hanna

Karl­maður hef­ur verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 16. fe­brú­ar, en hann er grunaður um að hafa tælt 18 ára dreng til sam­ræðis í nokk­ur skipti eft­ir að hafa gefið hon­um mikið magn lyfja yfir í um viku­tíma. Lands­rétt­ur staðfesti í gær úr­sk­urð héraðsdóms um að maður­inn skyldi vera í varðhaldi, en hann var ný­lega ákærður fyr­ir fjölda brota gegn sama dreng sem áttu sér stað yfir tveggja ára tíma­bil. Þá er maður­inn einnig grunaður um að hafa beitt ann­an dreng kyn­ferðis­legri áreitni.

Fram kem­ur í úr­sk­urðinum að fyrst hafi verið til­kynnt um dreng­inn í bíl manns­ins 9. janú­ar, en þá hafði hann þegar verið ákærður fyr­ir brot sín gegn drengn­um. Reyndi maður­inn að aka í burtu frá lög­regl­unni þegar hún reyndi að stoppa hann. Var dreng­ur­inn í bíln­um og var hann í ann­ar­legu ástandi með nýj­an síma, sem reynd­ist vera gjöf frá mann­in­um.

Tveim­ur dög­um síðar höfðu for­eldr­ar drengs­ins sam­band við lög­reglu eft­ir að þau fengu skila­boð frá drengn­um á Snapchat þar sem hann kallaði á hjálp og óskaði eft­ir aðstoð lög­reglu líka.  Fannst dreng­ur­inn með aðstoð staðsetn­ing­ar­búnaðar í sím­an­um. Sagðist hann hafa orðið fyr­ir kyn­ferðis­broti og fór í skoðun á neyðar­mót­töku.

Sagðist dreng­ur­inn lítið muna eft­ir því sem gerðist hjá hon­um og mann­in­um og síðan þeir hafi hist hafi hann verið í lyfja­móki og að maður­inn hafi „mokað í hann lyfj­um, m.a. sa­nex og trama­dol“.

Þá sagði dreng­ur­inn að maður­inn hafi beðið hann um að falla frá kæru á hend­ur sér, en sem fyrr seg­ir hafði maður­inn verið op­in­ber­lega ákærður fyr­ir brot gegn drengn­um frá því að hann var 15 ára þangað til hann var 17 ára. Fékk maður­inn auk þess á sig nálg­un­ar­bann gagn­vart strákn­um í hálft ár í janú­ar í fyrra. Tel­ur dreng­ur­inn að maður­inn hafi haft frum­kvæði að sam­skipt­um þeirra á milli og að hann hafi nýtt sér fíkn drengs­ins til að brjóta á hon­um.

Við leit í bíl manns­ins fund­ust meðal ann­ars ýmis lyf, sleipi­efni og ýmis kort, meðal ann­ars kort sem var merkt hinum drengn­um sem maður­inn er grunaður um kyn­ferðis­brot gegn. Sæt­ir maður­inn nú nálg­un­ar­banni gagn­vart þeim dreng.

Maður­inn neit­ar sök og seg­ist hafa viljað aðstoða dreng­inn eft­ir að hann hafi verið rek­inn af heim­ili sínu. Sagði hann að þeir hefðu átt kyn­mök í um sex skipti, en það hefði allt verið að frum­kvæði drengs­ins.

Sem fyrr seg­ir hef­ur maður­inn verið ákærður fyr­ir brot gegn drengn­um þegar hann var 15 til 17 ára gam­all. Hann hafi meðal ann­ars „ít­rekað tælt hann með fíkni­efn­um, lyfj­um og gjöf­um, gefið hon­um pen­inga, tób­ak og farsíma og nýtt sér yf­ir­burði sína gagn­vart drengn­um vegna ald­urs- og þroskamun­ar, til að hafa við hann sam­ræði og önn­ur kyn­ferðismök á ýms­um stöðum á höfuðborg­ar­svæðinu. Þá hafi hann einnig verið ákærður fyr­ir að hafa á sama tíma­bili ít­rekað tekið ljós­mynd­ir af brotaþola á kyn­ferðis­leg­an og klám­feng­inn hátt og hreyfi­mynd af hon­um er hann veitti ákærða munn­mök.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka