Aðfluttir íbúar með hærri laun

Hveragerði
Hveragerði

Aðflutningur fólks af höfuðborgarsvæðinu á þátt í vaxandi útsvarstekjum Hveragerðis. Með sama áframhaldi verða íbúarnir senn 3.000 manns í fyrsta sinn í sögunni.

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, segir íbúum hafa fjölgað um tæp 50% frá aldamótum. Íbúatalan sé að nálgast 2.600.

Fram kom í Morgunblaðinu í síðustu viku að útsvarstekjur Hveragerðis jukust um 54,8% árin 2013 til 2017. Það var önnur mesta aukningin hjá sveitarfélögum. Til samanburðar fjölgaði íbúum um ríflega 12% frá 2013 og til loka árs 2017, úr 2.271 í 2.554. Útsvarið hefur því aukist langt umfram fjölgun íbúa. „Íbúum hefur fjölgað mikið. Það skýrir að hluta auknar útsvarstekjur. Síðan teljum við okkur finna fyrir því að hingað er að flytjast fólk með aðeins meiri tekjur en við höfum áður séð. Fyrir vikið eru tekjur Hvergerðinga í heild að aukast.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert