Leitin að Ríkharði bar ekki árangur

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í leitinni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í leitinni. mbl.is/Árni Sæberg

Leit björgunarsveita úr Árnessýslu í dag að Ríkharði Péturssyni sem Lögreglan á Suðurlandi lýsti eftir í gær hefur engan árangur borið. 

Vísbendingum sem hafa borist lögreglu var fylgt eftir án árangurs en leitinni hefur verið frestað til klukkan 9 í fyrramálið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Á morgun má búast við því að björgunarsveitarfólk leiti innanbæjar og eru íbúar Selfoss beðnir um að sýna þeim skilning í þeirra verkefnum.

Íbúar á Selfossi og í nágrenni eru beðnir um að leita í görðum sínum og á lóðum vinnustaða.

Ríkharður, sem er meðalmaður á hæð, grannvaxinn, fór frá heimili sínu að Eyrarvegi 46 á Selfossi um kl. 16 á þriðjudag en ekki er vitað um ferðir hans eftir það. Hann var þá klæddur í svartar buxur, svarta úlpu og svarta húfu með gulri áletrun (MAX).

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ríkharðs eftir kl. 16 síðastliðinn þriðjudag eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 4442000, 112 eða á einkaskilaboðum á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert