Björgunarsveitir taka þátt í leitinni að Ríkharði

Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur einnig þátt í leitinni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur einnig þátt í leitinni. mbl.is/Árni Sæberg

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi hafa í dag leitað manns sem ekki hefur sést síðan á þriðjudag, er hann fór af heimili sínu.

Hófst leit í gærkvöldi og var framhaldið í morgun. Um 50 – 60 björgunarsveitamenn taka nú þátt í leitinni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsbjörg, en auk gangandi leitarmanna er leitað með hundum, drónum, bílum og sexhjólum. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur einnig þátt í leitinni. 

Þá er nú verið að meta hvort hægt sé að leita með bátum á Ölfusá. Leit verður framhaldið í dag og ákvarðanir um frekari leit teknar í framhaldinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert