Aldrei meiri umferð á höfuðborgarsvæði

Umferðarteppa er daglegur viðburður á stofnbrautum í Reykjavík.
Umferðarteppa er daglegur viðburður á stofnbrautum í Reykjavík. mbl.is/Hari

Aukin umferð á höfuðborgarsvæðinu getur leitt til þess að lengri tíma taki að vinna upp viðhaldsþörf á vegunum. Óvíst er að það takist næstu fjögur árin.

Þetta segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Samkvæmt talningu Vegagerðarinnar fóru að meðaltali rúmlega 161 þúsund bílar um þrjú mælisnið á höfuðborgarsvæðinu í desember.

Það er 5% aukning frá sama tíma 2016 og 18% meiri umferð en 2015. Umferðin hefur aldrei verið meiri. Hún er til dæmis 23% meiri en þensluárið 2007.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert