Fjölmenni leitar að Ríkharði

Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna munu taka þátt í leitinni í dag.
Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna munu taka þátt í leitinni í dag. mbl.is/Ómar

Búist er við að á annað hundrað björgunarsveitarmenn muni taka þátt í að leita að Ríkharði Péturssyni í og við Selfoss í dag, en ekkert hefur spurst til hans frá því hann fór frá heimili sínu að síðdegis á þriðjudag. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófst leit í birtingu á nýjan leik í morgun. 

Um 100 manns frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og allt austur að Kirkjubæjarklaustri, eru nú þegar komin á staðinn. Leitarhópar munu m.a. notast við dróna og hunda. 

Aðstæður til leitar eru góðar. Einhverjar vísbendingar hafa fundist en ekkert sem hægt er að staðfesta að svo stöddu.

Ríkharður Pétursson er fæddur árið 1969 og er tæplega fimmtugur.
Ríkharður Pétursson er fæddur árið 1969 og er tæplega fimmtugur. Ljósmynd/Aðsend

Ríkharður, sem er meðalmaður á hæð, grannvaxinn, fór frá heimili sínu að Eyrarvegi 46 á Selfossi um kl. 16 á þriðjudag en ekki er vitað um ferðir hans eftir það. Hann var þá klæddur í svartar buxur, svarta úlpu og svarta húfu með gulri áletrun (MAX).

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ríkharðs eftir kl. 16 síðastliðinn þriðjudag eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 4442000, 112 eða á einkaskilaboðum á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert