Leitinni að Ríkharði hætt í dag

Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert

Björgunarsveitir frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa í dag leitað Ríkharðs Péturssonar á Selfossi, án árangurs. Leitinni hefur verið frestað og heldur hún áfram á morgun.

Leit hófst kl. 9 í morgun og var henni frestað rétt fyrir kl. 16  í dag. Alls tóku um 90 manns þátt í leitinni, meðal annars sérhæfðir leitarhópar á landi og í straumvötnum, og notast var við leitarhunda, báta og dróna.

Þetta kemur fram á tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Leitað var innanbæjar á Selfossi og meðfram Ölfusá. Leitin á morgun verður smærri í sniðum en í dag.

Lögreglan á Suðurlandi vill ítreka að þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ríkharðs eftir kl. 18:00 þriðjudaginn 23. janúar sl. eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 444-2000, 112 eða á einkaskilaboðum á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert