Enginn árangur varð af leit að Ríkharði Péturssyni í dag en um 20-30 manns leituðu hans við bakka Ölfusár frá birtingu.
Síðast sást til Ríkharðs um þriðjudagskvöld. „Hann sést klukkan korter yfir fimm [á þriðjudagskvöld] í verslun í bænum. Svo sést hann klukkan sex í iðnaðarhverfinu, og hálfsjö við annað hús hér á Selfossi, en það er ekkert eftir það,“ segir Frímann Baldvinsson, sem stýrir rannsókninni fyrir hönd lögreglunnar á Suðurlandi.
Frímann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um framhald leitarinnar. Það verði skoðað á morgun og næstu daga. Hann á þó ekki von á leitaraðgerðum á morgun og segir ekki gott að leita í ánni núna. Hún sé ísilögð við bakka og klakar fljóti niður ána.
Gönguhópar munu þó fylgjast áfram með Ölfusá næstu daga auk þess sem drónum verður flogið um svæðið.