Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir áhyggjuefni hve margir ferðamenn virða að vettugi viðvaranir og lokanir á ferðamannastöðum.
mbl.is birti fyrr í dag myndband af hópi ferðamanna sem fór inn á lokað svæði við fossinn þrátt fyrir viðvaranir rútubílstjóra og skýrar merkingar um lokun. Hann segir mildi að enginn hafi slasast í dag.
Skarphéðinn telur mikilvægt að reyna að auka fræðslu til ferðamanna og koma þeim í skilning um alvarleika slíkra viðvarana.
„Það er vonandi að það þurfi ekki að reisa múra í kringum svæðin,“ segir Skarphéðinn og hlær.
Hann útilokar ekki að manna þurfi suma staði til þess að tryggja að ferðamenn fylgi tilmælum. Það fari þó eftir hættunni á hverjum stað fyrir sig.