Verkalýðsfélögin verða að standa saman

Sólveig Anna Jónsdóttir til hægri er formannsefni sjö manna lista …
Sólveig Anna Jónsdóttir til hægri er formannsefni sjö manna lista sem félagsmenn Eflingar geta mögulega kosið um í komandi kosningum um stjórn félagsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það stefnir í að við getum boðið fram lista,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formannsefni lista sem verður boðinn fram í stjórnarkjöri stéttarfélagsins Eflingar. Sjö einstaklingar skipa listann en eftir nokkra mánuði verða kosnir jafn margir í nýja stjórn Eflingar á aðalfundi. Stjórnina skipa 15 manns.

„Við munum leggja áherslu á bætt lífskjör verkafólks. Við lítum svo á að hér er ekki hægt að lifa ef þú tilheyrir láglauna stétt verkafólks. Við höfum ekki lengur efni á að taka þátt í því sem telst eðlilegt líf. Ef við ætlum að reka heimili þurfum við að vinna oft í fleiri en einni vinnu,“ segir Sólveig Anna. Hún kynnti áherslur listans á baráttu- og samstöðufundi í dag sem nefnist: Vor í Verkó. Endurreisum verkalýðshreyfinguna undir nýrri forystu!

Kynningarfundur á framboðslistanum.
Kynningarfundur á framboðslistanum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eitt af áherslumálum þeirra eru húsnæðismálin og leigumarkaðurinn. „Ástandið er orðið mjög alvarlegt og við verðum að finna aðrar lausnir en trylltan leigumarkað sem enginn ræður við,“ segir hún.

Verkalýðsfélögin verði að standa saman    

„Ég held að hann sé góður og mikill stuðningsmaður okkar. Hann hefur blásið okkur eldmóð í brjóst,“ segir hún spurð hvort framboðið njóti stuðnings Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem var einn af ræðumönnum fundarins í dag. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

Í þessu samhengi bendir hún á að til þess að þau nái fram kröfum sínum verða „verkalýðsfélögin að standa saman í þessari miklu baráttu sem verður að há til þess að almenningur og verkafólk á Íslandi geti unnt hag sínum vel,“ segir Sólveig Anna. 

Listinn er skipaður eftirfarandi einstaklingum:

Formaður: Sólveig Anna Jónsdóttir, starfsmaður leikskólans Nóaborg, Reykjavíkurborg.
Gjaldkeri: Magdalena Kwiatkowska, starfsmaður Cafe Paris
Aðalgeir Björnsson, tækjastjóri Eimskips Sundahöfn 
Anna Marta Marjankowska, starfsmaður Náttúru þrif
Daníel Örn Arnarsson, starfsmaður Kerfis fyrirtækjaþjónustu.
Guðmundur Jónatan Baldursson, bílstjóri Snæland Grímsson.
Jamie Mcquilkin, starfsmaður Resource International ehf.
Kolbrún Valvesdóttir, starfsmaður Búsetuþjónust Reykjavíkurborgar
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka