„Það er mjög óvanalegt að það gerist, og hefur ekki gerst í að verða áratug, að framboð sé nánast beinlínis boðið fram í gegnum pólitískt umhverfi eins og í gegnum Sósíalistaflokkinn.“
Þetta segir Sigurður Bessason, fráfarandi formaður Eflingar – stéttarfélags, í Morgunblaðinu í dag um mótframboð til höfuðs lista uppstillingarnefndar félagsins.
Þá segir hann meðlimi Eflingar verða að hugsa um það hvort þeir vilji að félagið verði leitt áfram af formanni VR, Ragnari Þór Ingólfssyni, sem lýst hefur yfir stuðningi við framboðslista sem Sólveig Anna Jónsdóttir leiðir.