Stuðningur við íþróttafélög skilyrtur í Árborg

Vildu sýna ábyrgð með því að bregðast við #metoo umræðu.
Vildu sýna ábyrgð með því að bregðast við #metoo umræðu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að skilyrða fjárstuðning við íþróttafélög og aðra þá í byggðarlaginu sem bjóða upp á frístundastarf fyrir börn, þannig að í ranni þeirra séu tiltækar reglur, áætlanir og fræðsla sem vinna gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi.

Áður hafði bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkt tillögu í sama anda, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

„Umræðan þar sem konur hafa komið fram og sagt sögur sínar, sérstaklega úr íþróttahreyfingunni, var okkur hvatning til að bregðast við,“ segir Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert