Engin merki um gosóróa

Veðurstofa Íslands

Fjölmargir jarðskjálftar hafa mælst við Grímsey í nótt en þeir eru allir frekar litlir. Rólegt hefur verið í nótt á Bárðarbungusvæðinu og engin merki um gosóróa, segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Að sögn Bjarka á eftir að fara yfir jarðskjálftana í nótt en þeir eru flestir 1-2 að stærð. Talsverð skjálftavirkni var við Grímsey fyrir helgi en skjálftahrinur eru algengar á þessu svæði. 

Líkt og fram kom á mbl.is í gærkvöldi mældist jarðskjálfti að stærð 4,9 í norðan­verðri Bárðarbungu­öskju klukk­an 19:24. Skjálft­inn er sá stærsti sem mælst hef­ur frá því að eld­gosi lauk í Holu­hrauni 28. fe­brú­ar 2015. Eld­gosið stóð yfir frá 31. ág­úst 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert