Hvetja fólk til að hreyfa sig

Dagur B. Eggertsson bregður á leik.
Dagur B. Eggertsson bregður á leik. mbl.is/Árni Sæberg

Setningarhátíð Lífshlaupsins fór fram í morgun í Vættaskóla í Grafarvogi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, ávörpuðu gesti.

Segir í tilkynningu að lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til að gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta.

Lilja Alfreðsdóttir fór á kostum í dekkjahlaupi.
Lilja Alfreðsdóttir fór á kostum í dekkjahlaupi. mbl.is/Árni Sæbert

Lífshlaupið er vettvangur fyrir þá sem vilja byrja að hreyfa sig og skrá hreyfinguna markvisst, hafa yfirlit og setja sér markmið. Auk þess að hvetja til hreyfingar daglega þá skapar verkefnið skemmtilega stemningu á vinnustöðum og í skólum sem keppa sín á milli og innanhúss. 

Lífshlaupið er hafið.
Lífshlaupið er hafið. mbl.is/Árni Sæberg

Aðalmarkmiðið er að fá sem flesta til að hreyfa sig sem oftast á meðan á keppninni stendur. Fullorðnir að lágmarki 30 mínútur á dag og börn og unglingar að lágmarki 60 mínútur á dag. 

Fimleikastúlkur sýndu listir sínar.
Fimleikastúlkur sýndu listir sínar. mbl.is/Árni Sæberg
Borgarstjóri var í miklu stuði.
Borgarstjóri var í miklu stuði. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert