Þrjú umferðaróhöpp í Kömbunum

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Þrjú um­ferðaró­höpp urðu í Kömb­un­um fyr­ir ofan Hvera­gerði á skömm­um tíma í dag sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Suður­landi.

Fyrsta óhappið átt sér stað með þeim hætti að ökumaður bif­reiðar missti stjórn á henni og ók utan í vegrið. Minni­hátt­ar skemmd­ir urðu á bæði vegriðinu og bif­reiðinni og ökumaður­inn slapp ómeidd­ur. 

Skömmu síðar ók ökumaður bif­reiðar á leið niður Kamb­ana aft­an á kyrr­stæða bif­reið frá Vega­gerðinni, en starfs­menn Vega­gerðar­inn­ar voru að laga skemmd­irn­ar á vegriðinu til bráðabirgða. Árekst­ur­inn var tals­vert harður en eng­in al­var­leg slys á fólki.

Þegar lög­regl­an var að at­hafna sig á vett­vangi ætlaði ökumaður bif­reiðar að taka fram úr ann­arri en sá þá hvað var í gangi vegna aftaná­keyrsl­unn­ar og reyndi að sveigja frá. Það tókst en með þeim af­leiðing­um að hann missti stjórn á bif­reiðinni og lenti fyrst á vegriðinu hægra meg­in og síðan vinstra­meg­in. Eng­in slys urðu held­ur á fólki í því til­felli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert